SMÁGLÆPIR KEMUR ÚT Á HEBRESKU

Nú stendur til að smásögusafnið Smágæpir, mín fyrsta bók sem kom út hjá Sæmundi árið 2017, verði gefin út á hebresku af ísraelska útgefandanum Lesa Books. Lesa gefur út bækur frá ýmsum löndum en eins og nafnið gefur til kynna sérhæfa þau sig þó í íslenskum bókum. Hefur útgáfan tryggt sér útgáfurétt á verkum eftir Oddný Eir, Einar Kárason, Guðmund Andra, Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Sigríði Hagalín o.fl. o.fl. Shai Sendik hefur yfirsýn með öllu starfi útgáfunnar og ritstýrir þýðingunni, en þýðandi er Shirley Levi.

Hér að neðan má sjá kápuna á hebresku útgáfu bókarinnar: