ÞÝÐING Á REBECCU SOLNIT Í 19. JÚNÍ

Í nýútkomnu ársriti Kvenréttindafélags íslands, 19. júní, er að finna þýðingu mína á grein eftir Rebeccu Solnit sem upphaflega birtist á bókmenntasíðunni Literary Hub.

Forsíða heftisins er eftir Rán Flygenring

Greinin ber titilinn „Þegar hetjan er vandamálið“ og fjallar um þær hættur sem stafa af einsleitri hetjudýrkun sem oft má finna í kvikmyndum og á samfélagsmiðlum. Í skemmtilega afslöppuðum ritstíl fer Solnit um víðan völl og dregur inn í umræðuna t.d. kvikmyndina Kona fer í stríð, Hungurleikana, Robert Mueller o.fl. o.fl. til að sýna hvernig þessi orðræða dregur úr hvata fólks til að bindast tryggðarböndum og nota mátt fjöldans til að hrinda jákvæðum samfélagslegum breytingum í framkvæmd.

Heftið í ár er stútfullt af merkisgreinum og pistlum um sagnfræði, loftslagmál og listir og þótti mér einstaklega gaman að fá að leggja mitt af mörkum við samsetningu þess.