PISTILL Í VÍÐSJÁ: HÉR ER BANNAÐ AÐ TAKA MYNDIR

Ég er með pistlaseríu í Víðsjá á Rás 1 þessa dagana. Pistill númer fimm er nú aðgengilegur á RÚV-vefnum. Hann er um myndatökur og dyravörslu og sundlaugar.

„Myndatökur hafa að einhverju leyti tapað hátíðleika sínum, núna þegar við erum umkringd myndavélum á alla kanta, og þær er að finna innbyggðar í ólíklegustu heimilistæki, en að sama skapi er líkt og myndavélarlinsan hafi breyst í enn eitt skynfæri sem við notum til að meðtaka heiminn og staðsetja okkur innan hans – skynfæri sem breytist í tjáningarfæri þegar við notum það til að miðla í gegnum samfélagsmiðla upplifun okkar á heiminum og okkur sjálfum.“