PISTILL Í VÍÐSJÁ: (MÖGULEGAR) ÁSTÆÐUR ÞESS AÐ ÉG SKRIFA

Ég er með pistlaseríu í Víðsjá á Rás 1 þessa dagana. Pistill númer sex er nú aðgengilegur á RÚV-vefnum. Hann er um pólitísk skrif og ópólitísk skrif og um George Orwell.

„Þannig hef ég reynt að bera fyrir mig að skrifin séu andsvar mitt við þeim áleitnu spurningum sem hvíla á okkur í dag, og að markmið mitt sem höfundur sé að sýna hvernig mannskepnan lifir og hrærist undir því álagi. Ég hef oft haft eftir orð George Orwell, sem sagði: „engin bók er í raun og veru laus við pólitíska slagsíðu.“ Gott og vel, hugsa ég, ég þarf þá ekki að hafa frekari áhyggjur af því.“