PISTILL Í VÍÐSJÁ: HVENÆR ER EITTHVAÐ „KAFKAÍSKT“ OG HVENÆR EKKI?

Ég er með pistlaseríu í Víðsjá á Rás 1 þessa dagana. Pistill númer fjögur er nú aðgengilegur á RÚV-vefnum. Hann er um Kafka og frásagnir.

„En þannig er það líka með sögur Franz Kafka. Þær veita svo takmarkaða sýn af heimunum sem þær gerast í og persónunum sem þær hverfast um að lesandanum er frjálst að sjá í þeim nánast hvað sem hugurinn girnist og móta þær þannig að eigin túlkunum.“