SMÁGLÆPIR FÆR FULLT HÚS STIGA Í ÍSRAEL

Smáglæpir, mín fyrsta bók, fær fimm stjörnur og ítarlega, heilsíðu umfjöllun í Shabbat, bókmenntatímariti ísraelska dagblaðsins Makor Rishan, auk þess sem bókin fékk víst umfjöllun og umtal í ísraelska útvarpinu. Það er ótrúlega gaman að vita að verkin sín eigi sér framhaldslíf þarna úti í heimi, og að fólk í öðrum löndum og menningarheimum finni í þeim eitthvað til að tengja við. Smáglæpir er gefin út af ísraelsku bókaútgáfunni Lesa Books og vil ég þakka ritstjóra útgáfunnar, Shai Sendik, og þýðandanum mínum, Shirley Levy, kærlega fyrir alla þá alúð og ötulu vinnu sem þau hafa lagt í að færa bókina yfir á nýtt tungumál.