BÓKADÓMUR: STELPUR SEM LJÚGA EFTIR EVU BJÖRG ÆGISDÓTTUR

Ég tók að mér að skrifa bókadóm um spennusöguna Stelpur sem ljúga eftir Evu Björg Ægisdóttur fyrir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Þetta er önnur bók Evu Bjargar en fyrsta bók hennar var fyrsti handhafi Svarfuglsins, bókmenntaverðlaunanna sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson komu á fót til að draga nýja íslenska glæpasagnahöfunda fram í sviðsljósið. Bókadóminn má lesa á Bókmenntavef Bókmenntaborgarinnar en þar er einnig hægt að finna eldri bókadóm minn um fyrstu bók Evu Bjargar, Marrið í stiganum.