HLAÐVARP – SKÚFFUSKÁLD

Hún Anna Margrét Von Kessel rakti gjörsamlega úr mér garnirnar fyrir hlaðvarpið sitt, Skúffuskáld, sem ég hef sjálfur hlustað á alveg síðan fyrstu þættirnir fóru í loftið. Það var mikill heiður að fá að heimsækja hana í stúdíóið hennar, Lubbi Peace, í bakgarðinum hjá þeim hjónum í Keflavík, og áttum við langt og innilegt samtal um skáldsöguna Stol, um skrif og skrifvenjur, yfirlestur, ritvinnsluþjark og klíkumyndanir, dróntónlist og samfélagsmiðlasjúdderí, framtíð bókarinnar og hvernig í ósköpunum maður fer að því að skrapa saman í launaseðil samhliða því að skrifa.

Endilega hlustið á samtalið okkar, og jafnvel ef að þið nennið mér ekki, tékkið á eitthvað af öllum hinum þáttunum hennar, þar sem hún ræðir við allskyns skrifandi fólk og veiðir upp úr þeim pælingar og heilræði um þetta blessaða ritlíferni.

Ef fólk er ekki mikið í hlaðvörpunum þá er líka hægt að hlusta á þáttinn og eldri þætti á mbl.is: https://www.mbl.is/hladvarp/hlusta/skuffuskald/