STOL – SAMASTAÐARBÓK

Omnom-bréf eru í einkar þægilegri stærð til að halda utan um samastaðarbækur fyrir ólík verkefni.

Ég hef talað við höfunda sem segja að þeir kjósi helst að lesa ekki neitt á meðan þeir eru að vinna að bók af ótta við að textinn þeirra „smitist“. Sjálfum hefur mér alltaf fundist slík smit vera órjúfanlegur hluti af ferlinu. Allt sem þú skrifar á í eðli sínu í samtali við allt annað sem skrifað hefur verið (eða að minnsta kosti allt það sem lesandi þinn hefur lesið).

Það sem ég les leiðir mig líka áfram í því sem ég skrifa. Sama hvort ég er með ákveðið verkefni í huga eða ekki þá glósa ég alltaf á meðan ég les. Til þess nota ég svokallaða commonplace book – eða „samastaðarbók“. (John Locke skrifaði t.a.m. leiðbeiningabækling um þessa aðferðafræði.)

Þegar ég er að vinna að ákveðnu verki verð ég yfirleitt svo upptekinn af því að allt sem ég les virðist tengjast því á einn eða annan hátt. Samt reyni ég að setja til hliðar og safna saman atriðum sem endurvarpa þeim blæbrigðum eða tilfinningum sem ég vonast til að ná fram í mínum skrifum. Stundum vísa ég í þetta efni í textanum en aðallega nota ég það sem einskonar leiðarvísi. Þetta hjálpar mér að komast aftur af stað þegar mig rekur í strand; að finna réttu leiðina þegar ég er á villigötum.

Hér að neðan má sjá samastaðarbókin sem ég hélt á meðan ég vann að skáldsögunni Stol.