GREIN Í WORLD LITERATURE TODAY

Bandaríska tímaritið World Literature Today bað mig um að skrifa um nokkrar íslenskar bækur sem eru væntanlegar í enskri þýðingu fyrir sumarheftið þeirra. Ég valdi af handahófi fyrstu fimm íslensku bækurnar sem ég fann sem væntanlegar eru í útgáfu hjá breskum eða bandarískum útgefendum og reyndust það vera:

1. Tíminn og vatnið (On Time and Water) eftir Andra Snæ Magnason
2. Korngult hár, grá augu (Red Milk) eftir Sjón
3. Stóri skjálfti (Quake) eftir Auði Jónsdóttur
4. Kvika (Magma) eftir Þóru Hjörleifsdóttur
5. Safnbók Svikaskálda (The Selected Imposter Poets) eftir Svikaskáldin; þ.e.a.s: Þórdísi Helgadóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Fríðu Ísberg

Umfjallanirnar má lesa á heimasíðu WLT, sem leyfir lestur á allt að fimm greinum á mánuði fyrir þá sem ekki eru áskrifendur að tímaritinu.