Viðtal í Orð um bækur í dag

IMG_2052Ég og Hertha María vorum í viðtali í gær fyrir þáttinn Orð um bækur á Rás 1 sem verður útvarpað klukkan 16:05 í dag. Jórunn Sigurðardóttir ræddi við okkur og var farið um víðann völl; rætt um vald og beitingu íslenskrar tungu, smásöguformið og gagnasöfnunina á bak við útgefna sögu, en einnig kynntum við og lásum eilítið úr sögunum okkar tvemur sem komu út hjá Meðgöngumáli í fyrradag. Eins og venjulega stígur maður út úr svona viðtölum hálf-ringlaður og óviss um hvort maður hafi nú misst eitthvað hræðilegt út úr sér svo við skulum bara öll krossa fingur og vona að okkur Herthu hafi tekist að hljóma sæmilega gáfulega. Sögurnar tvær, Vetrarhamur og Þjófasaga, verða fáanlegar í bókabúðum innan skamms. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hérna.