Önnur verkefni

2021, stofnandi og ritstjóri The Bridge – Reviews of Icelandic Literature in Translation, sjálfstæðs vefsvæðis sem er hýst á Bókmenntavefnum í samstarfi við Borgarbókasafnið og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.

2019, stýrði þýðingakvöldi á Nuyorican Poets Cafe í East Village, NY – kvöldið var hluti af dagskrá PEN World Voices bókmenntahátíðarinnar sem haldin er á vegum PEN America.

2017, Bókmenntahátíð Reykjavíkur – Stýrði pallborðsumræðum undir titlinum „Holdið og valdið“ með rithöfundunum Han Kang, Aase Berg og Kristínu Eiríksdóttur fyrir opnum sal í Iðnó

2016, handhafi Nýræktarstyrks Miðstöðvar íslenskra bókmennta – styrkurinn er veittur til að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga

2015, Bókmenntahátíð Reykjavíkur – Stýrði pallborðsumræðum undir titlinum „Sögur sem ferðast og breytast“ með rithöfundunum Steinunni Sigurðardóttur og David Nicholls fyrir opnum sal í Iðnó

2015, Rithöfundasambandið – Stýrði pallborðsumræðum í Gunnarshúsi á milli ljóðskáldanna Halldórs Halldórssonar og Valgerðar Þóroddsdóttur fyrir opnum sal að tilefni nýútkominna ljóðasafna þeirra Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir og Þar sem áður var skógur, síðar sama kvöld ræddi ég við Eirík Örn Norðdahl um Heimsku, nýútkomna skáldsögu hans

2014 & 2015, Höfundaspjall Eymundsson – Stýrði kvöldum á tveggja vikna fresti í opnu rými í hinum ýmsu Eymundsson búðum þar sem tveir höfundar komu á hvert kvöld og ræddu nýjustu bækur sínar og þáttöku þeirra í jólabókaflóðinu

2014, Iceland Writer’s Retreat – Annaðist ýmiskonar umstang við viðburði og var helsti tengiliður Kanadíska rithöfundarins John Vaillant á meðan á námskeiðinu stóð

2014, Fortian Legacy – Þýðandi og textasmiður (copywriter) fyrir The Fortian Legacy, víðtækt vísindaskáldsöguverkefni ætlað fyrir bandarískann markað, sá um að gera texta verksins samkeppnishæfann vestan hafs

2013, Glasgow háskóli – Stýrði skapandi skrif námskeiðum fyrir fyrsta og annars árs nemendur við skólann þar sem tekist var á við verk ýmissa rithöfunda og verk nemendanna sjálfra með það markmið að styrkja sjálfgagnrýni þeirra á eigin textasmíðar

2013, AyeWrite! Glasgow Book Festival – Stýrði námskeiði í glæpasagnaskrifum undir titlinum The Familiar Detective sem skoðaði hvernig glæpasagnahöfundar nýta sér endurteknar sagnahefðir glæpasagnageirans til að styrkja skrif sín og leika á lesendur

2013, AyeWrite!: Glasgow Book Festival – Skipulagði atburð undir titlinum Glasgow Reads/Glasgow Writes þar sem gestum og gangandi á hátíðinni bauðst að taka þátt í að útbúa margradda hljóðbók og einnig leggja fram örsögur sem voru nýttar til að gera hlaðvarp sem gefið var út á netinu

Meðlimur í Brooklyn Writers Space – vinnusetri og samfélagi fyrir rithöfunda og blaðamenn í Brooklyn.

Meðlimur í ReykjavíkurAkademíunni – fræðisetri sjálfstætt starfandi fræðimanna í Reykjavík.