Um Björn Halldórsson

MDiegelman_160402_160402__16A2659Björn Halldórsson fæddist í Reykjavík árið 1983. Hann er með BA gráðu í enskum og amerískum bókmenntum frá Háskóla East Anglia héraðs í Norwich, Englandi, og MFA gráðu í skapandi skrifum frá Háskólanum í Glasgow í Skotlandi. Á meðan á náminu í Glasgow stóð stýrði hann skapandi skrif námskeiðum við háskólann og bjó til kúrs í glæpasagnaskrifum sem hann kenndi á AyeWrite!, árlegri bókmenntahátíð Glasgow borgar. Hann hefur einnig stýrt pallborðsumræðum á vegum Bókmenntahátíðar Reykjavíkur og Höfundakvölda Eymundsson ásamt því að hlaupa í ýmis störf fyrir Iceland Writers Retreat. Smásögur og lýrískar ritgerðir eftir hann hafa birst í Bretlandi í Valve Journal, From Glasgow to Saturn og Glitter Wolf Magazine, á Ítalíu í Effe: Periodico di Altre Narratività og á Íslandi í Tímariti Máls og menningar, Stínu,  Skíðblaðni og í Meðgöngumálaseríu Partusar. Hann hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016 fyrir smásögusafnið Smáglæpir sem kom út hjá Sæmundi vorið 2017. Hann býr um þessar mundir á Long Island í New York fylki ásamt eiginkonu sinni.

bjornhalldorssonis@gmail.com

facebook.com/bjorn.halldorsson

twitter.com/bjornhalldors

goodreads.com/bjornhalldors

grapevine.is/author/bjornhalldors/