TÆKIFÆRIN TIL ÞESS AÐ SKRIFA EITTHVAÐ NÝTT

“I love it when you’re writing and you feel like you’ve hit this territory where there’s no one else around. It’s like being on a prairie. You think: Who else is writing this stuff? No one! There’s open skies and the horizon ahead of you and you’re thinking: I could just run for that horizon and write brand new stuff out there!”

Þessi orð lætur Russell T Davies falla í viðtalinu hér að neðan þegar hann er spurður út í stöðu sína sem höfundur sem skrifar nánast eingöngu um samkynhneigð og samkynhneygt fólk. Hann er maðurinn á bak við sjónvarpsþættina Cucumber, Queer as Folk og endurvakninguna á hinum klassísku Dr. Who þáttum sem átti sér stað árið 2005, m.a.

Mér finnst orð hans gott svar við áhyggjum sumra um að það sé of mikil áhersla lögð á fjölmenningu og minnihlutahópa í poppkúltúr nútímans. Þau segja samt einnig svo mikið um þennan drifkraft sem liggur á bak við hverskyns skáldskap sem brýtur blað og kemur með eitthvað alveg nýtt –hvort sem það er í “fagurbókmenntum” og ljóðlist eða í vísindaskáldskap og reyfurum.

Það er fátt meira spennandi fyrir rithöfund en að ramba allt í einu á hugmynd, karakter eða vettvang og fatta: “Nei, andskotin! Eru að djóka!? Það er enginn annar að skrifa um þetta!!”