Ann Patchett – This is a Story of a Happy Marriage

patchVið hjónin nældum okkur í notað eintak af þessari yndislegu bók eftir Ann Patchett á tvo dollara í bókasafnsbókabúðinni í Port Jeff um daginn. Bókin safnar saman helstu greinum Patchett en megnið af þeim skrifaði hún snemma á ferlinum fyrir hin og þessi blöð – Seventeen, Gourmet, jafnel Mercedes Benz Magazine – til að eiga í sig og á á meðan hún bisaðist við að skrifa skáldsögur og smásögur og annað efni sem gaf lítið eða ekkert í aðra hönd. Inngangur bókarinnar hefst á eftirfarandi orðum sem ég hugsa að ég eigi eftir að horfa til oftar en ekki þegar erfitt er að láta enda ná saman eða þegar ég bisast við að skrifa sögu eða annan texta án þess að hafa hugmynd um hvað ég muni gera við efnið og hvort ég fái vinnuna nokkurn tímann borgaða.
 
“The tricky thing about being a writer, or about being any kind of artist, is that in addition to making art you also have to make a living. My short stories and novels have always filled my life with meaning, but, at least in the first decade of my career, they were no more capable of supporting me than my dog was. But part of what I love about both novels and dogs is that they are so beautifully oblivious to economic concerns. We serve them, and in return they thrive. It isn’t their responsibility to figure out where the rent is coming from.” (Ann Patchett, This is the Story of a Happy Marriage, s. 3)