Meðgöngumál nr. 3 & 4 komið út (Vetrarhamur & Þjófasaga)

12841204_1528334487468144_7254710431119128443_o (1)Kærar þakkir til allra þeirra sem sáu sér fært að mæta í gærkveldi, hlýða á upplestur og tónlist og fjárfesta í Meðgöngumáli nr. 3 og Meðgöngumáli nr. 4. Þið sem ekki komust í gærkvöldi skuluð ekki örvænta þar sem mér skilst á Valgerði hjá Partus útgáfunni að Meðgöngumál muni nú fara að finna sér leið í bókabúðir og aðrar slíkar sjoppur (með strikamerki og öllu!). Sérstakar þakkir til ritsjórnarteymisins á bak við Meðgöngumál: Elínu Eddu Pálsdóttur sem ritstýrði sögunni minni, Þjófasögu, og Brynjari Jóhannessyni og Fríðu Ísberg sem ritstýrðu Vetrarhami eftir Herthu Maríu Richardt Úlfarsdóttur. Líka vill ég þakka hönnunarteyminu hjá Partus Press og Grétu Þorkellsdóttur sem sá um umbrotið. Öll umgjörð þessarar útgáfu er svo til fyrirmyndar og alveg einstakt hvernig þeim hefur tekist að gera bækurnar að jafn fallegri vöru og eigulegum grip og þær eru en á sama tíma halda framleiðslukostnaði og verði í algeru lágmarki. Takk fyrir mig, og líka þakkir til York og Sóleyjar fyrir hetjulegar myndir af kvöldinu.

12841260_10154300548384381_3141732287710805154_o

Myndataka York Underwood

1497011_10153951502444351_5195276118397500028_n

Myndataka Sóley

12419285_1528666480768278_6597893661456708044_o

Hertha að lesa (myndataka Partus Press)

IMG_2051

0,2 cm viðbót við höfundaeintakabunkann

IMG_2046 (1) IMG_2047 IMG_2048 IMG_2050

2 thoughts on “Meðgöngumál nr. 3 & 4 komið út (Vetrarhamur & Þjófasaga)

  1. Pingback: Viðtal í Orð um bækur í dag | bjornhalldorsson.com

  2. Pingback: ÞJÓFASAGA KEMUR ÚT Á ÍTÖLSKU | bjornhalldorsson.com

Comments are closed.