Annar sentimeter í höfundaeintakabunkann (4,6 cm allt í allt)

Ég vill þakka kærlega fyrir að hafa fengið að vera með í útgáfunni á Skíðblaðni fyrsta og Skíðblaðni öðrum á mánudagskvöldið, þar sem safnað var í prentformi þeim sögum sem kFullSizeRenderomið hafa út hjá Skíðblaðni síðasta árið.

Skíðblaðnir er nettímarit (og nú líka prenttímarit) gefið út af Tunglinu sem sérhæfir sig í smásögum. Svo ótrúlega fallegar bækur og flott framtak hjá þeim Sverri, Degi og Ragnari.

Gaman að loksins er að myndast einhver vettvangur að ráði á Íslandi þar sem fólk getur prufað sig áfram með smásagnaformið opinberlega og þannig þróað og styrkt ritstíl sinn í stuttum skrefum í samvinnu við aðra höfunda og lesendur. Hvet alla sem luma á smásögum, hvort sem þið eruð tilbúin til að kalla ykkur rithöfunda eða ekki, til að senda þeim línu á tunglidforlag@gmail.com og freista þess að koma sögunum ykkar í útgáfu. Það er svo miklu betra að gefa smásögur út frekar en að pukrast með þær ofan í skúffum eða í möppum á tölvunni dulbúnum með boring titlum eins og “sumarfrísplön 2013” eða “djok”. Betra bara að reyna að fá þetta birt einhverstaðar í staðinn fyrir að dunda sér við að færa kommur til og frá og skipta á nútíð og þátíð árum saman.

Allt faglegt umstang þessarar útgáfu, hvort sem var á netinu eða í prenti, var algerlega til fyrirmyndar en einnig var yfirlesturinn og uppástungurnar sem ég fékk frá þeim á meðan á ritstjórnarferlinu stóð ómetanlegt og hafði veruleg áhrif á loka mynd sögunnar. Takk fyrir mig.